Glastonbury er nú í garð gengin og þangað mætir allt flottasta liðið í tísku og tónlist. Gaman er að sjá hvað tískan er afslöppuð en jafnframt skemmtileg.
Veðrið í Bretlandi býður kanski upp á léttari klæðnað en hér en það má nú samt vera svolítið skemmtilegur til fara í útilegum og á útihátíðum sumarsins án þess að frjósa í hel. Mynstraður vintagekjóll getur verið smart utanyfir ullarnærfötin, við uppháa lopasokka og litrík stígvél. Lopapeysan og gallabuxur eru klassík á útihátíðum og vilji maður vera pínu smart má setja á sig töff sólgleraugu, skæran varalit og naglalakk.
Það eru endlausir möguleikar og ekkert bannað í útilegu…
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.