Mér er það lífsins nauðsynlegt að hreyfa mig og trúi ég því statt og stöðugt að okkur, mannfólkinu, sé ætlað að vera á hreyfingu.
Ég hreyfi mig hressilega að lágmarki tvisvar til þrisvar viku og geri kröfu um þægilegan fatnað svo ég geti notið mín og fengið sem mest út úr þessum klukkutíma sem ég tek í hreyfinguna.
Under Armour er mitt uppáhalds merki í dag og hefur verið það síðan ég fékk mér fyrstu Under Armour flíkina fyrir nokkrum árum. Merkið er í uppáhaldi vegna þess að fatnaðurinn stenst mínar kröfur um kvenleg snið, fallega liti, “smáatriði” og endingu.
Um daginn fór ég og kíkti á haustlínu Under Armour í nýrri deild í Útilíf í Kringlunni og varð ekki fyrir vonbrigðum. Fékk mér nokkur dress sem voru á góðum opnunarafslætti og svo skellti ég mér í “klassann” með vinkonu og við tókum nokkrar myndir til gamans.
Eitt af því sem mér finnst Under Armour takast frábærlega vel eru sniðin. Sniðin eru kvenleg og aðsniðin án þess þó að vera of þröng – en oft er fín lína þar á milli.
Mjúk, þægileg og falleg hettupeysa. Kjörin fyrir upphitun á skíðavélinni og teygjur eftir æfingu. Ég elska þessar hlaupabuxur. Þær veita mér rosalega gott aðhald utan um mitti, rass og læri án þess að láta mér líða eins og rúllupylsu.
Smáatriðin skapa heildarmyndina.
“Strike a pose”. Toppurinn sem ég er í innan undir er algjörlega frábær. Hann veitir gott aðhald en þrengir ekki of mikið að brjóstkassanum. Efnið er líka mjúkt og gott. Nánar um íþróttatoppinn hér.
Útihlaup er mín uppáhalds hreyfing. Til að stunda það er mikilvægt að eiga góða hlaupaskó, síðar hlaupabuxur, eyrnaband og síðermabol úr efni sem andar og hægt er að renna upp í háls. Þá er einnig mikilvægt að fatnaðurinn sé endingargóður. Að hann þoli mikinn þvott til dæmis og allskonar veður.
Það er fátt betra en að skokka, anda að sér fersku lofti, vera með góða tónlist í eyrunum og klæðast flottum og þægilegum íþróttafatnaði í þokkabót. Svo gaman!
Hér eru nokkrar vörur frá Under Armour sem ég er spennt fyrir að fá mér fyrir útihlaupið í haust og vetur. Frábært merki!
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.