Christian Louboutin er einn af mínum uppáhalds skóhönnuðum í heiminum. Að mínu mati er öll hans hönnun með wow faktorinn í lagi!
Christian Loutboutin fæddist í París árið 1963. Hann var eini strákurinn á heimilinu en átti þrjár systur. Snemma missti hann áhuga á skólanum og var rekinn fjórum sinnum fyrir 12 ára aldurinn. Að lokum hætti hann að ganga í skóla aðeins 12 ára gamall. Christian var mikill uppreisnarseggur og fannst skemmtilegast að teikna og skemmta sér. Hann flutti snemma að heiman og lifði miklu klúbblífi með vinum sínum Andy Warhol og Mich Jagger.
Hann var mjög hrifinn af menningu og vildi kynnast ólíkum menningarháttum svo hann flutti ungur að árum til Egyptarlands og bjó þar í eitt ár. Árið 1981 fór hann aftur til Parísar með möppu fulla af skó hugmyndum. Fljótlega sáu menn að þessi ungi maður var með hugmyndir í lagi. Hann fór að vinna freelance hjá Chanel, YSL og Maud Frizon.
Christian opnaði síðar sitt eigið fyrirtæki eða árið 1991. Vörumerki hans er einna helst fagurrauði sólinn á skónum hans. Brjáluð fegurð og kraftur í einu litlu skópari. Hann Christian segist helst vera að hanna skó fyrir konur svo þeim líði vel, séu öruggar með sig og fágaðar!
Ég sjálf er skófíkill dauðans eins og sagt er, hreinlega fæ sting í magann og gleymi stað og stund. Veit svei mér þá ekki hvað ég heiti svona rétt á meðan skórnir taka yfir líf mitt. Christian er algjörlega mitt uppáhald þegar kemur að skóhönnun, hann er ofur klár með svakalega gott fegurðarskyn í bland við töffaraskapinn.
Sjúklega fallegir skór sem maðurinn hannar! Væri bara draumur að eignast eins og eitt par…tja…eða tvö þrjú…
Hérna koma nokkrar myndir af hans fallegu hönnun. Njótið og finnið kraftinn í þessari fegurð!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.