Marc Jacobs hélt tískusýningu nú á dögunum á Mercedes-Benz Fashion Week sem var að ljúka.
Það er óhætt að segja að útlit hans fyrir haustið sé dramatískt og var sýningin í dramatískum dúr, tískupallurinn var ekki beinn heldur boginn og beygður og bakgrunnur pallsins “ókláraður” kastali. Nánast eins og einhver draumur eða ævintýraheimur.
Þetta sagði hann sjálfur um sýninguna:
“It was hysterical yet historical, and a little bit twisted”.
Flottar kápur og aðsniðnir jakkar voru áberandi hjá honum sem og stórir hattar, skórnir voru einnig spes-í sjóræningja/pílagríma stíl.
Miði á sýningu hans þykir vera svokallaður “Golden Ticket” en hann er gríðarlega vinsæll meðal frægra í Hollywood, blaðamanna, sjónvarpsfólks og tískubloggara. Hönnuðirnir sjálfir eru orðnir áfjáðir í að fá tískubloggarana á sýningarnar hjá sér þar sem að margir eru farnir að fylgjast með allskonar tískubloggum núna, já og skrifa þau.
Síðan kom hann fram í lokin í svartri skyrtu og pilsi, já það er óhætt að segja að hann sé hönnuður sem þorir.
Hér má skoða umfjöllun ásamt myndbandi af sýningunni.
Héðan og héðan koma myndirnar og eru fleiri flottar myndir á þessum síðum.
Hér er síðan heimasíða Mercedes- Benz Fashion Week.
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig