Þessi æðislegi myndaþáttur er einn sá fallegasti sem ég hef séð það sem af er árs…
…Það er leikkonan sæta Carey Mulligan sem er í aðalhlutverki en fötin sem hún klæðist á myndunum, sem eru í 20’s anda, eru ólýsanlega flott.
Myndirnar birtust í maí eintaki Vogue en það var Mario Testino sem tók myndirnar… getur ekki klikkað!
Í nýjastu mynd Carey Mulligan leikur hún móti Leonardo DiCaprio en myndin er byggð á sögu F. Scott Fitzgerald, The Great Gatsby.
Sú saga gerist á árinu 1922 þannig að þessi myndaþáttur á vel við!
Sjáðu Carey í Chanel, Miu Miu, Oscar de la Renta, Nina Ricci og Alexander McQueen svo eitthvað sé nefnt. Vá vá vá!!!
____________________________________________________
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.