Ef þig hefur dreymt um það að eignast kjól sem Kendall Jennar hefur klæðst á rauða dreglinum er sá draumur um það bil að geta ræst.
Á Met Gala hátíðinni sem fram fór í New York í maí síðastliðnum klæddist Kendall Jenner, Jourdan Dunn, Toni Garrn og Zoe Kravitz kjólum frá Topshop.
Þessir fimm kjólar verða settir á uppboð á ebay á fimmtudaginn næsta, þann 27. nóvember. Ekki nóg með það heldur mun allur ágóðinn renna til góðgerðarmála, nánar tiltekið til góðgerðarsamtakanna Fashion targets Brest Cancer sem Ralph Lauren stofnaði árið 1994.
Sjáum kjólana aðeins betur:
Kendall Jenner
Gullfallegur kremlitaður kjóll í “hafmeyju” sniði. Hlýralaus með örlitlu tvisti á efsta parti toppsins.
Jourdan Dunn
Vel fleginn en samt sem áður einstaklega elegant kjóll. Topp næs litur!
Toni Garrn
Dálítill rjómabollukjóll, þó bara passlega mikill um sig fyrir tilefni líkt og Met Gala. Þessar blúndur við brjóstin færu kannski ekki hverjum sem er en hún Toni ber það vel.
Chanel Iman
Bakið á þessum kjól er mitt uppáhald (sjá neðar), einstaklega fallegt. Liturinn og efnið sömuleiðis.
Zoe Kravitz
Dálítið rokk í þessum. Töff litur, einfalt snið en samt sem áður einstakur.
***
Einstaklega gott málefni – það er nú ekki amalegt að geta styrkt gott málefni og fengið einstaka hönnun í kaupæti.
Eydís Halldórsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt. Fædd og uppalin í Eyjum, hefur verið búsett í Reykjavík síðustu ár en býr nú í Barcelona þar sem hún stundar mastersnám og nýtur lífsins. Tíska og hönnun er hennar helsta áhugamál. Eydís er tvíburi samkvæmt speki stjarnanna, fædd í maí 1990. Mail: eydishalldors@gmail.com