Vivienne Westwood er yndislegur hönnuður…
… sem fer algjörlega alltaf sína eigin leiðir þegar kemur að hönnun.
Þessi gamli pönkari er að gera marga góða hluti í haustlínu sinni í ár. Hún notar tjull, mokkajakka, köflótt efni (hennar klassík) og fíngerða hönnun á móti grófri.
Kvenlegir kjólar og buxna dragtir. Það er algjörlega fab að skoða þessa línu og kemur hugmyndarfluginu hjá manni á algjört flug. Bara dásemd!
Línan hennar fyrir haustið er blanda af nútíma hönnun og hönnun frá miðöldum. Hún skapar sína sérstöku öld með hönnun sinni.
Bara gaman að því!
_____________________________________________________________

Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.