Tískuvika Mercedes Benz í New York tekur enda í dag. Vikan hefur verið þéttskipuð fjölmörgum tískusýningum þar sem tískan fyrir komandi haust hefur litið dagsins ljós – hönnun margra helstu fatahönnuða.
Ég reyni eftir fremsta megni að skoða í gegnum það haf á myndum sem birtast frá tískusýningunum á stærstu tískuvikunum til þess að fá innsýn í komandi tískutímabil. Þetta skiptið tók ég sérstaklega eftir eftirfarandi atriðum þegar ég fór yfir helstu sýningarnar:
V hálsmál
Brjóstaskoran má vel sjást í haust því djúpt V hálsmál er málið!
Svart & Hvítt
Svartur og hvítur var áberandi litaþema í sumum tískusýningum þó yfirleitt fengu einhverjir litir að fylgja með. Victora Beckham, Jason Wu og Rachel Zoe eru öll á sama máli um að haustið verði fremur svarthvítt.
Engar áhyggjur þó, það voru litir sjáanlegir líka!
Mittisbelti
Mittisbelti til að leggja áherslu á mittið eru að ryðja sér til rúms aftur. Beinu sniðin sem hafa verið áberandi undanfarið fá semsagt hvíld. Belti yfir jakka, kjóla, loðvesti, samfestinga… hvað sem er!
Tölur
Victoria Beckham vakti athygli mína á frekar áberandi tölum sem voru á mörgum af flíkunum á sýningunni hennar. Þar voru stórar tölur í aðalhlutverki meðan aðrir ákváðu að láta magnið af tölum setja svip sinn á fatnaðinn.
Skemmtilegt!
Stórar yfirhafnir
Stórar og fyrirferðamiklar yfirhafnir eru enn til staðar. Kósý, en hugsanlega ekki fyrir hvern sem er? Ég hef að minnsta kosti ekki getað tileinkað mér þetta trend.
Rúllukragi
Rúllukragabolir og -peysur er ekta haustklæðnaður!
Hlýtt hálsakot, mér líkar það!
Loð yfir aðra öxlina
Meira af hlýjum flíkum: Loð!
Það dettur seint úr tísku. Í þetta skiptið voru margir hönnuðir sem skelltu loðinu yfir aðra öxlina á fyrirsætunum. Skemmtilega öðruvísi stílesering
Gull & Silfur
Síðasta trendið sem vakti athygli mína sá ég þó aðeins bregða fyrir í tveimur tískusýningum, sem betur fer segi ég! Michael Kors og Rachel Zoe vilja meina að gull og silfur sé trend haustsins. Ég samþykki það ekki allveg, ekki enn sem komið er að minnsta kosti!
Haustið lítur yfir höfuð ljómandi vel út hvað varðar tískuna að mínu mati. Sammála?
Eydís Halldórsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt. Fædd og uppalin í Eyjum, hefur verið búsett í Reykjavík síðustu ár en býr nú í Barcelona þar sem hún stundar mastersnám og nýtur lífsins. Tíska og hönnun er hennar helsta áhugamál. Eydís er tvíburi samkvæmt speki stjarnanna, fædd í maí 1990. Mail: eydishalldors@gmail.com