Fyrir forfallna tískuáhugamenn er frábært að finna góð blogg sem fylgjast með tískuvikum stórborganna. Jamie Beck er með bloggið ” From me to you“.
Mjög hæfileikaríkur og skemmtilegur ljósmyndari+stílisti sem fylgist með tísku New York borgar ásamt því að vinna að eigin myndaþáttum þar sem hún endurvekur gamlan stíl á dásamlegan máta. Á síðunni má finna skemmtilega myndaþætti þar sem hún endurvekur íkon á við Grace Kelly, Audrey Hepburn, Elizabeth Taylor og Marlene Dietrich..
Jamie fer á flestar helstu sýningar tískuvikunnar og tekur myndir af sýningunum, baksviðs og gestunum, hún nær að fanga augnablikin á þann máta að manni finnst maður vera á staðnum.
Ég tók nokkrar götutískumyndir af bloggi hennar og mæli eindregið með því að þið tékkið á því sjálf hér!
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.