Það orðið tímabært að byrja á því að gera upp tískuvikurnar sem staðið hafa yfir í tískuborgum heimsins síðastliðnar vikur og þar með sumartískuna fyrir næsta sumar.
Byrjum á þeirri sem lauk á mánudaginn síðastliðinn, Mílanó! Ó það var sko margt fallegt hægt að sjá á tískupöllunum í Mílanó í síðustu viku. Mörg stærstu tískuhús heims sýndu þar sumarlínurnar fyrir næsta ár.
Hér kemur örlítið sýnishorn…
MaxMara
Sumarið verður í heildina litið látlaust og ljóst hjá MaxMara. Takið eftir höfuðklútunum… ætli þetta verði nýjasta hártískan á næstunni?
Prada
Þetta er líklega fríkaðasta línan sem ég tek fyrir frá þessari tískuviku. Stækkuð mynd af andliti prýðir margar flíkurnar og glamúr og sporti reynt að blanda saman með því að klæða fyrirsæturnar í sportlegar legghlífar við háa hæla og kjól. Sitt sínist hverjum en þessi lína fær ekki mörg stig hjá mér.
Emporio Armani
Pastel litir, blómamunstur og silkiefni voru áberandi í línunni að þessu sinni.
Jil Sander
Svart-hvítt sumar hjá Jil Sander. Yfirhafnirnar fengu þó að vera fallega pastel litaðar.
Giorgio Armani
Bleiki og fjólublái liturinn mun fá að njóta sín næsta sumar samkvæmt Giorgio Armani (og fleirum reyndar).
Það má svo ekki gleyma götutískunni, hún er oft jafn spennandi og sjálfar tískusýningarnar. Tommy Ton er minn uppáhalds ljósmyndari þegar kemur að street style ljósmyndum. Hér er Mílanó götutískan mynduð af honum…
Eydís Halldórsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt. Fædd og uppalin í Eyjum, hefur verið búsett í Reykjavík síðustu ár en býr nú í Barcelona þar sem hún stundar mastersnám og nýtur lífsins. Tíska og hönnun er hennar helsta áhugamál. Eydís er tvíburi samkvæmt speki stjarnanna, fædd í maí 1990. Mail: eydishalldors@gmail.com