Tískuvikan í Kaupmannahöfn er nýlega afstaðin. Yfir sjötíu hönnuðir sýndu hönnun sína þessa vikuna á tískusýningum víðs vegar um borgina.
Hönnuðirnir voru jafn misjafnir og þeir voru margir. Hér kemur brot af því besta að mínu mati…
Marimekko
Það var mikil litadýrð í hönnun Marimekko eins og vaninn er. Það voru þó ekki bara föt og fylgihlutirnir sem glöddu augu áhorfenda því sviðsmyndin var ekki síður litrík og skemmtileg.
Malene Birger
Víð snið, mikið um ljósa liti í bland við dökkbláann og látlaus munstur. Klassískar og fallegar flíkur.
Vivienne Westwood
Hönnun Westwood er oftast bæði frumleg og lífleg. Engin breyting var þar á í þetta skiptið.
Bruuns Bazaar
Ljósir, bláir og gráir litir allsráðandi. Látlaus og þægileg hönnun.
French Connection
Línan þeirra spannar sitt lítið af hvoru. Þar má finna síðbuxur, dragtir, pils, stuttbuxur, lausar skyrtur og peysur í öllum litum og gerðum. Dökk blár og appelsínugulur eru þó hvað mest áberandi.
Takið eftir blúndusokkunum sem fyrirsæturnar eru allar í.
Noa Noa
Klæðilegar og fallegar flíkur. Sérstaklega smart yfirhafnir frá Noa Noa þennan veturinn.
Baum und Pferdgarten
Appelsínugulur er mest áberandi í línunni hjá danska merkinu Baum und Pferdgarten. Mikið er einnig um flíkur með hlébarðamunstri í línunni þeirra, þó aðeins eitt hlébarðadress sé sýnt hér. Falleg snið og munstur.
Þessar haust- og vetrarlínur líta stórvel út hjá skandinavísku hönnuðunum. Spennandi haust framundan!
Eydís Halldórsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt. Fædd og uppalin í Eyjum, hefur verið búsett í Reykjavík síðustu ár en býr nú í Barcelona þar sem hún stundar mastersnám og nýtur lífsins. Tíska og hönnun er hennar helsta áhugamál. Eydís er tvíburi samkvæmt speki stjarnanna, fædd í maí 1990. Mail: eydishalldors@gmail.com