Fashion is what people who wear it don’t call it
Þessi setning hefur verið mér ofarlega í huga frá því ég sá hana í einhverri ljósmyndabók fyrir mörgum árum. Á myndinni fyrir ofan var laglegur svartur strákur, greinilega klæddur í föt sem hann hafði fengið frá hjálparstofnun en útkoman var hreinlega frábær. Svo góð að hann hefði tekið sig vel út á hvaða tískupalli sem er -og þó hafði hann eflaust enga hugmynd um tilveru Alexanders McQueen, Dior eða Gucci.
Stelpurnar á þessum myndum er reyndar alls ekki í tilfallandi samsettum fötum. Myndirnar eru teknar á tískuviku í Dakar, höfuðborg Senegal í síðasta mánuði. Virkilega fallegar myndir fengnar frá Reuters fréttastofunni. Áberandi hvað fyrirsæturnar eru fallegar og litnirnir flottir í dökku umhverfi. Fötin kannski ekki alveg það sem við eigum að venjast en fallegt er þetta engu að síður.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.