Roberto Cavalli – Barnalínan fyrir Haust og vetur 2013-14
Flestir sem þekkja mig vita að ég er forfallin Roberto Cavalli aðdáandi. Ég fylgist með öllu sem hann kemur með á tískupallana hvort heldur sem er fyrir konur, menn eða krakkana.
Hérna eru myndir af nýjustu haust og vetrar línu Roberto fyrir krakkana okkar. Ofsalega falleg föt; blóm, dýramynstur, gallabuxur, peysur og kjólar.
Eitthvað af þessum flíkum á eftir að koma í einu eða öðru eftirlíkingarformi í barnafatadeildir Zara, Next, HM og aðrar svipaðar verslanir en hér eru frummyndirnar…
Njóttu!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.