Það var sérstök stemmning sem myndaðist á laugardag þegar 8045 eða Bóas Kristjánsson hönnuður, hélt forsýningu á vor/sumar línu sinni 2012 í Austurbæjarskóla.
Línan samanstendur af klæðskerasaumuðum jökkum og buxum, prjónaflíkum og víðum skyrtum úr léttu ullarefni, hör, lífrænni bómull og hampi.
Sýningin var haldin á 60 metra löngum ganginum þar sem stólum var raðað upp beggja vegna og módelin gengu kattarganginn þar sem hlaupandi skólabörn eru vanalega.
Þessi flotta sögulega bygging, taktföst tónlist með live-slagverksleikurum, grímuklædd módelin og fatnaðurinn mynduðu fallega listræna heild.
Þar sem ég vinn hjá 8045 og skipulagði viðburðinn ásamt Bóasi þá get ég ekki dæmt um sýninguna persónulega en ég er stolt af þessarri sýningu og þakklát þeim sem komu.
Þú lætur myndirnar bara dæma sig sjálfar… 😉
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.