Elsa Schiaparelli var helsti keppinautur Coco Chanel á sínum tíma. Elsa er mun minna þekkt en Chanel en gerði talsvert meira fyrir tískuheiminn en flestir vita.
Elsa Schiaparelli fæddist árið 1890 – hún var hálfur ítali og hálfur egypti en bjó einnig í Bandaríkjunum og París.
Elsa var t.d. fyrst til að sameina tónlist, list og tísku í eitt – Hún er frumkvöðull tískusýninga eins og við þekkjum þær í dag. Hún var einnig fyrst til að nota grannar og strákalega byggðar fyrirsætur.
Elsa var mikill listamaður og mjög hugrökk í hönnun sinni. Elsa hannaði m.a “the wrap around dress” sem flestar konur ættu að kannast við. Einstaklega klæðilegt snið sem fer öllum konum vel. Hún var fyrst til að nota axlarpúða, hanna stuttbuxur á kvenmenn, setja rennilása á kjóla svo auðveldara væri að komast í þá, mynstraðar ullarpeysur, “innbyggðan” brjóstahaldara í kjóla og svo mætti lengi telja.
Það er í raun ótrúlegt að Elsa hafi ekki fengið meiri athygli í gegnum tíðina.
Elsa og Coco Chanel voru alls ekki vinkonur – þær voru í raun mestu óvinir. Þess má geta að Elsa skýrði dóttir sína Gogo – ætli það hafi verið einhverskonar hæðnisnafn í garð Coco?
Shocking pink var einkennislitur Elsu og notaði hún hann óspart en sagt er að hún hafi “uppgvötað” litinn og ekki allir fatahönnuðir sem hafa það á ferilskránni!
Mikið af því sem Elsa hannaði væri ekki talin svo framandi hönnun í dag en við verðum að átta okkur á því að þetta var árið 1920-70 og var hönnun sem þessi sjaldséð.
Að mínu mati gerði Elsa meira fyrir tískuheiminn en nokkur annar hönnuður hefur gert og ég myndi segja að hún væri mesta tískudrottning allra tíma.
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.