Ég er skotin í haustinu og hef verið mjög spennt fyrir því hvernig hausttískan hefur verið að þróast síðustu ár.
Í fyrra tók ég saman hugmyndir að kósý og smart haustklæðnaði. Nú langar mig að bæta við trendi sem mér finnst mjög flott en það eru háir sokkar í stígvél.
Ég á nokkur stígvél sem mér er lífsins ómögulegt að troða þykkum sokkum í. Nú hef ég fundið lausn á því; klippa einfaldlega efri part sokksins eða prjóna efri part sokks, klæða mig í stykkið og láta það sitja við hnéð. Takið eftir fyrstu myndinni í myndasafninu hér að neðan
Inn á Pinterest fann ég fullt af flottum skófatnaði tilvalinn fyrir haustið og veturinn sem nú er að skella á. Eins langar mig til að benda ykkur á að í mjög mörgum tilfellum eru linkar undir myndunum á Pinterest sem leiða inn á netverslanir.
Þá er enginn vandi að panta flíkina, skóna, skartið eða hvað það er sem þú VERÐUR að eignast.
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.