Costume Institude Gala hátíðin var haldin í Metropolian Museum of Art í New York í vikunni. Þetta er í 63 skipti sem Met Gala hátíðin er haldin en árlega er nýtt þema eða ákveðinn hönnuður tekinn fyrir og heiðraður…
Sem dæmi var stíll nokkurra frægra tónlistamanna tekinn fyrir árið 1999, Coco Chanel og hennar hönnun var svo tekin fyrir árið 2005 og og svo í fyrra var þemað Ameríska konan og stíll hennar frá árunum 1890 til1940.
Eins og fyrr segir var hátíðin tileinkuð verkum Alexander McQueen þetta árið sem kemur kannski ekki á óvart. Honum til heiðurs var sett upp sýning sem spannar feril hans frá árinu 1992 og allt til seinustu verka hans.
Þar sem þessi hátíð var tileinkuð McQueen þá mættu auðvitað margir gestir í hönnun hans, svo sem Daphene Guinnes og Sara Jessica Parker.
Þetta kvöld er alltaf hrikalega spennandi tískulega séð því að á þessu kvöldi ganga gestir hátíðarinnar alla leið í klæðaburði. Mjög gaman að sjá gestina á rauða dreglinum og fylgjast með sumum hitta beint í mark á meðan aðrir skjóta laaangt útfyrir.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.