The Club Kids var hópur af ungu fólki í New York sem gerðu fátt annað en að nota eiturlyf og halda ólögleg partý á ótrúlegustu stöðum. T.d á lestarstöðum og í almenningsgörðum.
Þessi hópur var sem mest áberandi á árunum 1985-95. Þrátt fyrir að vera ekki besti félagsskapurinn voru þau alltaf FABJÚLUS til fara og lögðu mikið uppúr búningum, hári og meik-öppi.
“Club Kid” útlitið er mjög dragdrottningarlegt og það er í raun ALLT leyfilegt. Búningar, hárkollur, glimmer, litir, munstur og allt þar á milli! Micheal Alig var leiðtogi fylkingarinnar en gamanið kárnaði þegar hann var dæmdur fyrir morð árið 1996.
Ef þú villt læra meira um the club kids getur þú horft á heimildarmyndina “Party monster“.
Hér er frábær sena: The art of being Fabulous!
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.