Verslóstelpur gera fleira en að fletta upp um sig… nú ætla sextán þeirra að selja af sér spjarnirnar!
Meðal annars skó frá Dr. Martins, skart og fylgihluti. Þær verða með eitthvað af merkjavörum en líka ódýrari fatnað.Sem dæmi má nefna Monki, Diesel, Nike, Zara, HM, American Apparel, Topshop, Victorias Secret, Abercrombie, Converse, River Island, New Look, Asos, Karen Millen og margt, margt fleira.
„Fötin eru aðallega í stærðum xs og upp í large en flestar stærðirnar eru í small og medium,” segir Brynja “kúla” Guðmundsdóttir fyrirsæta en hún er meðal þeirra sem ætla að selja spjarirnar sínar.
Brynja segir að ekkert af hennar vörum fari á meira en 10.000 svo áhugakonur um second hand föt ættu ekki að fara á hausinn eða þurfa að brjóta sparibaukinn sinn fyrir laugardaginn:
„Það er samt alveg toppverð. Flest af því sem ég er með mun ekki fara yfir fimm til sexþúsund.”
Spurning um að vera fyrst til að mæta?! Hanga á húninum kl 13:00 í Hinu húsinu á laugardaginn. Þessar stelpur eru engir slordónar.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.