Chanel nr 5. er einn klassískasti ilmur sem hefur verið framleiddur í heiminum, ef ekki sá allra klassískasti.
Í gær frumsýndi tískuhúsið Chanel nýja auglýsingu fyrir þennan dásamlega ilm en það er ofurfyrirsætan Gisele Bunchen sem leikur aðalhlutverkið og leikstjórinn Baz Luhrmann (“Romeo + Juliet,” “Moulin Rouge!” og “The Great Gatsby”) leikstýrði auglýsingunni sem túlka má sem þögla stuttmynd um konu sem reynir að hafa allann pakkann, ást, fjölskyldu og frama.
Það er gaman hjá henni, hún er falleg og hún gerir margt skemmtilegt, hver vill það ekki? Við höfum allar heilbrigðar ástæður til að ‘öfunda’ svona snilling ef svo mætti að orði komast. Chanel kunna þetta.
Baz Luhrmann sem áður hefur mikið unnið með Nicole Kidman fyrir Chanel sagðist í viðtali við Huffinton Post vera yfir sig hrifinn af Gisele, hún væri í svo flottum tengslum við líkama sinn að hún gæti hreinlega gert allt og að henni væru allir vegir færir í leiklistinni, hvort sem er að brima í stórum öldum, vera falleg mamma eða konan sem kyssir sæta manninn sinn; Lurhmann segir Gisele fanga allt sem Chanel stendur fyrir: Óháða, frjálsa og orkumikla konu.
Kíktu á auglýsinguna. Þvílíkt dásemdarlíf!
[youtube]http://youtu.be/8asRWe5XNw8?list=UUclHSnngVTZK7LEOQAzcg1w[/youtube]
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.