Hver kannast ekki við að gleyma sér yfir myndum af einhverri mega-stæliss gellu og láta sig dreyma um að komast í fataskápinn hennar…
Taylor Tomasi Hill er ein af þeim sem að ég fæ ekki nóg af. Hún á endalaust af fallegum fötum og aukahlutum og hún er snillingur í að blanda þeim saman á mismunandi hátt. Það er líka gaman að sjá hvað hún notar sömu hlutina oft en alltaf á nýjan hátt.
Taylor Tomasi vinnur hjá Marie Clare sem stíl- og aukahluta framkvæmdastjóri enda er hún snillingur með skartið og aukahlutina en hennar ‘trandemark’ er einmitt mikið af skarti, stór og mikil hálsmen og áberandi treflar.
Taylor er einnig þekkt fyrir eldrauða hárið sitt sem ætti ekki að fara fram hjá neinum.
Smellið á myndirnar fyrir neðan til að skoða hana nánar. Og takið eftir því hvað hún er klár að blanda saman litum og munstri ásamt því að nota sömu fylgihlutina og flíkurnar oft en alltaf á nýjan hátt.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.