Stílistinn Lauren Constantine greip til þess ráðs að klippa niður boli og rúlla þeim um háls fyrirsætunnar þegar hana vantaði nauðsynlega flottan fylgihlut í myndatöku.
Hana vantaði eitthvað sem myndi ramma inn andlitið en virkaði á sama tíma kósí og frekar djaft. Útkoman er þessi T-shirt trefill sem kaupa má í allskonar litum í Etsy búð sem hún stofnaði á netinu, alfarið til að selja þessa trefla og nokkuð sætar, fylltar Mínu Mús slaufur.
Treflarnir kosta frá 58 dollurum, sem eru rúmlega 6000 kr í dag. Frekar smart og í takt við ‘grunge’ tískuna sem kemur sterk inn á næstu misserum.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.