Sumarlína Gucci fyrir næsta vor var sýnd á dögunum í Mílanó. Línan einkennist af litadýrð og hefur einhvern ítalskan/spænskan fílíng í sér…
…sagði Frida Giannini, hönnuður línunnar, baksviðs þegar hún kynnti línuna en hún er vægast sagt litrík.
Dressin eru öll í einhverjum ‘þema-lit’ þar sem allt er í stíl… líka skórnir og töskurnar!
Skartið var svo ekki af verri endanum en það var stórt og áberandi og auðvitað í stíl við hvert og eitt dress.
Pat McGrath sá svo um förðunina en hún var óaðfinnanleg að mínu mati! Augun voru fókusinn í þetta skiptið en þau voru gerð eins möndlulaga og hægt var með brúnum og bronsuðum augnskuggum og dökkbrúnum ‘eyeliner’.
Svo var augnförðunun fullkomnuð með tveim settum af gerviaugnhárum! Varirnar voru hafðar í ‘nude’ lit og hárið sleikt aftur í snúð.
Útkoman einhverskonar bland af ‘sixtís’ og ‘seventís’ tískunni.
Sjáðu litadýrðina í galleríinu hér fyrir neðan…
_____________________________________________
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.