Það er mesta tísku-áhugafólkinu kappsmál að vera fyrst með nýjustu tísku. Maður sér kvikmyndastjörnur, fyrirsætur og ritstjóra tískublaðanna alltaf fyrstar í nýjustu “must-have” flíkinni enda hefur aðgangur að hönnun beint af tískupallinum verið takmarkaður fyrir þau hingað til. En nú er búið að gera bragarbót þar á:
Hver sem vill (og á peninga)… getur keypt sér glóðheitar flíkur af tískupallinum beint frá þekktustu tískuhönnuðum heims, og ekki nóg með það, þú færð þær sérsaumaðar á þig hjá Moda Operandi.
Moda Operandi er stofnað af Áslaugu Magnúsdóttur sem hefur gert það mjög gott í bransanum og er búsett í New York borg. Áslaug var eitt sinn nefnd “fashion’s fairy godmother” í Vogue og var talin ein áhrifamesta kona í tísku í Bretlandi. Eftir að hafa unnið hjá tískurisum og fjárfestingafyrirtækjum ákvað hún að stofna sitt eigið fyrirtæki enda með brilljant viðskiptahugmynd -að selja fólki tískufatnað beint af pallinum!
Vefrit M´O er vel uppsett og skemmtilegt og þar má alltaf sjá allt það nýjast af tískupöllunum. Nú síðast eru komin inn “Resort colletion” fyrir sumarið 2012 og þú getur semsagt pantað þær flíkur strax og verið komin með þær á undan öllum hinum.
Mig klæjar alveg í fingurna að líta yfir þessa dásemd og langar í ó svo margt…
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.