![]() |
Victoria Beckham – Kate Moss – Miranda Kerr leðraðar, pleðraðar og vel veðraðar… |
Leðurbuxur eru hæstmóðins um þessar mundir en þar með er ekki hægt að segja að þær fari öllum vel eða gangi með öllum flíkum sem þú átt til í skápnum þínum… en þær komast ansi nálægt því.
Leðurbuxur „fela“ nefninlega aldrei neitt heldur ýkja bara það sem þú hefur fyrir svo ef þú ert ekki 110% sátt við formið sem þú ert í núna (hringur er líka form) þá er kannski skynsamlegra að henda sér á brettið, rífa í lóðin og hamast á Nutribullett tækinu þar til þú lítur á kroppinn í speglinum, kreppir tærnar og hugsar — Yesssss!
En hvaða flíkur á maður að nota við leðurbuxurnar sínar, (eða gerviefnið pleður)? Ég pikkaði upp nokkrar skýringar hjá Elle en þeim finnst fljótlegast að benda bara á hvað maður á ekki að nota:
- Ekki fara í glansandi blússur eða skyrtur við leðurbuxur.
- Ekki vera í súper flegnu og hvað þá transparent.
- Ef þú ert ekki söngvari í pönkbandi þá skaltu sleppa því að vera í leðurjakka við leðurbuxur.
Í staðinn skaltu prófa eftirfarandi…

Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.