Vortískan í ár einkennist af svörtu og hvítu sem er tímalaus klassík. Munstur og mismunandi efni eru mjög áberandi. Doppótt, röndótt, köflótt, blómamynstur.
Það er allt í gangi í vor!
Það er mjög auðvelt að henda smá lit með flottum röndóttum buxum t.d. Þá ertu orðin sumarleg og fín! Það fer nú að styttast í sumarið er það ekki?
Mjög áberandi hjá Chanel, Alexander Wang, Marc Jacobs, Balenciaga og eiginlega hjá öllum hreinlega!
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.