Pistlahöfundar vefsíðunnar Style List hafa gert lista yfir þá tíu kjóla sem þeim hafa þótt afburða ljótir á rauða dreglinum á liðnum Óskarsverðlaunahátíðum.
Björk okkar á þar sæti á lista með sínum fræga svanakjól ásamt Tyru Banks, Cher og fleiri þekktum nöfnum. Hér er listinn í heild sinni:
Lizzy Gardiner
Hér má sjá kjól búinn til úr gulllituðum American Express kortum
Tyra Banks
Barbí kjóll Tyru fær ekki mörg tískustig í kladdann
Uma Thurman
Ég botna hvorki upp né niður í hönnuninni á þessum kjól.
Whoopi Goldberg
Þetta lítur út eins og mishepnuð útgáfa af prinsessukjól í Disney kvikmynd.
Demi Moore
Demi gæti hafa ætlað að túlka einhverskonar kvenkyns útgáfu af Drakúla greifa, hver veit.
Celine Dion
Frá toppi til táar er þetta heildarlúkk slæmt
Cher
Útskýring er óþörf! Þetta dress sómir sér hvergi, hvað þá á Óskarnum!
Geena Davis
Rjómabollu kjóll úr silki – ekkert sérlega smart
Björk
Svanakjóll Bjarkar er tvímælalaust vinsælasti, versti kjóll Óskarsverðlaunahátíðarinnar.
Gwyneth Paltrow
Gegnsær kjóll í goth stíl er ekki rétti kjóllinn á Óskarinn
Rúm vika er í Óskarsverðlaunahátíðina. Það er spurning hvort fleiri ógleymanleg tískuslys bætist í hópinn þá…?
Eydís Halldórsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt. Fædd og uppalin í Eyjum, hefur verið búsett í Reykjavík síðustu ár en býr nú í Barcelona þar sem hún stundar mastersnám og nýtur lífsins. Tíska og hönnun er hennar helsta áhugamál. Eydís er tvíburi samkvæmt speki stjarnanna, fædd í maí 1990. Mail: eydishalldors@gmail.com