Hér er eitthvað fyrir þær sem eru farnar að hlakka til sumarsins og sólarinnar…
Þessi fallega sundfatalína kemur úr smiðju Roksanda Ilincic. Línan er bæði litrík og örlítið ’50’s’ en hún inniheldur sundboli og bikiní með mittisháum buxum. Appelsínuguli liturinn er áberandi í bland við skærfjólubláann sem gefur línunni smá ‘tropical’ fíling.
Maður hefði nú ekkert á móti því að klæðast svona fínum sundfötum í sumar!
Smellið á myndirnar fyrir neðan til að skoða þessi ‘bjútífúl’ sundföt nánar…
_______________________________________________________________________________
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.