Ég rakst á þennan skemmtilega tískuþátt í júníheftinu af franska ELLE.
Það eru örugglega margar sem taka endurkomu ‘grunge’ tískunnar fagnandi. Skemmtilegt hvernig þetta fer allt í hringi. Grunge-ið er svo áreynslulaust þó það sé kannski svolítil áreynsla að ná að gera lúkkið kvenlegt og ‘chic’. Þarna mætast bæði áhrif frá 90’s og 70’s árunum.
Köflóttar skyrtur, rifnar gallastuttbuxur, ullarsokkar, flatbotna skór, grófir skartgripir, leðurstuttbuxur og stórar peysur… þú átt alveg eftir að rokka um verslunarmannahelgina í þessu lúkki…
Kíktu á myndirnar. Stórar og flottar, sumarleg myndataka. Fyrirsætan heitir Erin Wasson.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.