“Stærðin skiptir ekki máli” er löngu orðin fleyg setning á öllum tungumálum en þessi setning á sér fleiri en “hina einu sönnu merkingu”
Já, konur eiga það til að kaupa föt í bandvitlausum stærðum. Oft er hugsunarhátturinn þessi: “Ég nota sko ekki stærð 12! Ég nota stærð 10!”.
Kæru konur, númer eru rosalega mismunandi eftir merkjum, flíkum og sniðum og við megum ekki horfa svona mikið á númerið!
Ég verð oft vitni að þessu í starfi mínu þar sem ég vinn í tískuvöruverslun. Konur fatta sumar ekki að ef þær fitna eða grennast þurfa þær aðra stærð en venjulega. Þær eru vanar sínum stærðum og vilja helst ekkert breyta útaf vana jafnvel þótt fötin séu mun flottari á þeim í stærðinni fyrir ofan.
Sjálf á ég á föt í ÖLLUM stærðum – frá XS og uppí XL. Sumar flíkur eru bara mun flottari þegar þær eru víðar og aðrar flottari aðeins of þröngar. T.d á ég eina peysu í númerinu 48, ég nota oftast stærð 36! Þú þarft ekki að skammast þín þótt þú notir venjulega stærð 10 en kaupir þér flík í stærð 14. Það skiptir engu máli. Allavega labba ég ekki upp að vinkonum mínum og spyr: “Flottur kjóll! Í hvaða stærð er hann?” NEI.
Horfðu á hvernig flíkin fer þér – ekki í hvaða stærð hún er.
Stærðin skiptir ekki máli konur góðar – ekki í þessum efnum að minnsta kosti 😉
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.