Nú stendur yfir tískuvika í París þar sem hönnuðir sýna couture línur sínar fyrir vorið…
…Í dag voru línur tískuhúsa á borð við Chanel, Atelier Versace og Christian Dior afhjúpaðar.
Það sem stóð upp úr að mínu mati var sýning Chanel en línan kom skemmtilega á óvart og var sýningin áhugaverð en fyrirsæturnar gengu tískupallinn í þægilegum íþróttaskóm og voru á sama tíma farðaðar með glimmeri.
Hér kemur smá sýnishorn af hápunktum dagsins.
_________________________________________________________
Allar myndirnar eru fengnar að láni frá heimasíðu Style.com.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.