Richard Saturnino Owens er fæddur árið 1962, þekktur sem Rick Owens og er bandarískur fatahönnuður.
Hann stofnaði sitt eigið merki árið 1994 en árið 2001 gerði hann samning við ítalskan sölumann að nafni Eo Bocci um að selja vörurnar hans um allan heim og flutti alla sína framleiðslu til Ítalíu. Nýjasta lína Rick Owen er “GIRL POWER”. Hún er hrá og það eru engar bleikar dúllur eða teiknimyndafígúrur sem koma við sögu hér.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=KU4e2ssOVjo[/youtube]
Í staðinn fyrir að nota hin hefðbundnu módel fékk Owens stelpur frá fjórum Bandarískum háskóla step-liðum: The Zetas, Washington Divas, Soul Steppers og Momenturns. Þær gengu niður risastórar tröppur klappandi og stappandi niður fótunum í anda hinna kraftmiklu dansa sem eiga rætur sínar að rekja til Afríku og þær áttu að vera reiðar og grimmar á svipinn enda stíllinn byggður á bardagalist og búningum þeim tengdum.
Fatnaðurinn er einfaldur í sniðum en mikið um mjúkt leður og efnin náttúrurleg. Svolítið flott og óvenjulegt.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.