Ég skellti mér á Sónar um helgina og skemmti mér konunglega að flakka á milli tónleika með myndavél og eyrun mín að vopni.
Ég hef fjallað um ýmiss tónlistaratriði og tónlistarmenn/konur hér á Pjattinu en eftir síðustu tónleikana á laugardagskvöldið gerði ég það mér til skemmtunar að mynda aðeins hátíðargesti í essinu sínu eftir vægast sagt rafmagnaða helgi í Hörpunni.
Hér má sjá snillinginn á bakvið Rainbow Nails, hún er mjög skemmtileg og litrík týpa.
Þægilegur og töff fatnaður sem hægt er að hreyfa sig í er án efa eitthvað sem er málið á svona hátíðum.
Ágúst Bent og kærastan hans eftir síðasta show-ið.
…og svo fullt af kátum og hressum hátíðargestum. Takk fyrir SÓNAR!
Takk
Anna Brá Bjarnadóttir er fædd á því herrans ári 1986, sama ár og Gleðibankinn hóf raust sína í júró, sem er mögnuð tilviljun þar sem stúlkan er sjálf vel stæður Gleðibanki! Anna starfar sem skemmtanastjóri og dj á Loftinu og Lebowski Bar en er á sama tíma algjör græju gúrú og fíkill. Anna er útskrifuð af tæknibraut Kvikmyndaskóla Íslands og hefur m.a. starfað við fjölda auglýsinga og sjónvarpsþátta. Hún býr við Norðurmýrina með hundinum Tinna og kærastanum og kokkinum Jónasi.