Hið árlega Met Gala ball fór fram í gærkvöldi á Metropolitan Museum of Art safninu í New York. Þar voru mættar skærustu stjörnur heims og sýndu sig í sínu allra fínasta pússi.
Glamúrinn er allsráðandi á þessu góðgerðarkvöldi sem Anna Wintour, ritstjóri Vogue hefur staðið fyrir síðan árið 1995. Á hverju ári er tilkynnt sérstakt þema fyrir hátíðina, í ár var þemað Charles James: Beyond Fashion. Lítum á það sem stjörnunar klæddust…
Sara Jessica Parker
Það virðist ætla að verða hefð að frú Parker steli senunni á þessari hátíð. Hér í stórglæsilegum kjól úr smiðju Oscar de la Renta.
Stjörnupörin
Stjörnupörin Jay Z og Beyonce, Beckham hjónin, Kim Kardashian og Kanye West og Blake Lively og Ryan Reynolds. Hvert öðru glæsilegri.
Bert á milli
Nokkrar stjörnur létu flata maga sína fá að njóta sín. Cara Delevingne fær fullt hús stiga fyrir þetta lúkk sitt!
Olsen systurnar
Olsen systurnar þrjár. Tvíburarnir Mary-Kate og Ashley ásamt systur sinni, Elizabeth mættu á hátíðina. Tvíburarnir alltaf með puttann á púlsinum
Svartklæddar
Margar stjörnurnar voru svartklæddar á hátíðinni, þó poppuðu þær það flestar upp með mynsti, blúndum eða gulli.
Litirnir
Sterkir litir voru ekki mikið áberandi. Þessar klæddust þó djörfum litum.
Fyrirferðamiklu kjólarnir
Töffararnir
Þessar fá titilinn töffarar hátíðarinnar. Buxnadragtirnar fá extra stóran plús!
Skærustu stjörnurnar klæddar í fatnað frá fremstu fatahönnuðum heims…
Eydís Halldórsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt. Fædd og uppalin í Eyjum, hefur verið búsett í Reykjavík síðustu ár en býr nú í Barcelona þar sem hún stundar mastersnám og nýtur lífsins. Tíska og hönnun er hennar helsta áhugamál. Eydís er tvíburi samkvæmt speki stjarnanna, fædd í maí 1990. Mail: eydishalldors@gmail.com