Það dugar Bretlandi ekkert minna en að fá heimsfrægan hönnuð til þess að hanna fatnað á keppendur sína á Ólympíuleikunum sem fara fram núna í sumar í London.
Stella hannar bæði fyrir Ólympíuleikana og Ólympíuleika fatlaðra. Hún sótti innblástur í fánalitina (en ekki hvað) en vildi samt hafa fatnaðinn eilítið töff og að sjálfsögðu þægilegan.
Myndir af íþróttafólki sem keppir fyrir Bretlands hönd á Ólympíuleikunum má sjá hér fyrir neðan.
__________________________________________
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig