Eins og margir íslendindingar fylgist ég grannt með veðurspánni þessa dagana til þess að vera undirbúin undir það veður sem verðurguðirnir ætla að bjóða okkur upp á þessa verslunarmannahelgina.
Samkvæmt veðurfréttasíðum verður þetta ekkert flókið í ár: Rigning um allt lant! Og nóg af henni! Það er því ekkert annað í stöðunni en að vera tilbúin í vætusama helgi!
Ég verð að vanda í Herjólfsdal á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Þar munu gulu og appelsínugulu sjóstakkarnir líklega ráða ríkjum. Þótt það sé ákaflega þjóðhátíðarlegt að sjá brekkuna þakta þessum gulu og appelsínugulu sjógöllum þá mæli ég ekki með þeim klæðnað. Það er vel hægt að vera huggulegri til fara þó um sé að ræða 3ja daga útihátið! 😉
Hér eru nokkrar hugmyndir um snyrtivörur, klæðnað og fylgihlutir fyrir helgina…
Snyrtivörur
Þetta er það sem mér finnst must að hafa í snyrtibuddunni fyrir helgina. Vatnsheldur maskari er það allra nauðsynlegasta fyrir okkur sem notum á annað borð maskara! Ekki viljum við enda með gráröndótt andlit. Lancome og Maybelline maskararnir fá mín meðmæli.
Ef ætlunin er að taka augnförðunina skrefinu lengra og vera með eyeliner er auðvita mikilvægt að hann sé einnig vatnsheldur. Ég ætla að mæla með e.l.f. eyelinerunum, en ég sagði ykkur frá þeim snyrtivörum nýlega hér.
Allar þurfum við að eiga gott dagkrem og það er því eitt af nauðsynjavörum helgarinnar. Sérstaklega þegar húðumhirðan er kannski ekki sett í forgagn þessa helgina í útilegunum, á útihátíðum o.s.frv.
Ég mæli svo með góðu BB kremi eða léttum farða frekar en púðurfarða eða meira þekjandi farða. Mikilvægt að leyfa húðinni að anda sem mest.
Varasalvi er eitthvað sem ég þarf alltaf að hafa við höndina. Ég mæli með eos varasalvanum. Ef þú vilt fá örlítinn lit á varirnar með mæli ég með clarins glossinum sem mér finnst einstaklega góður.
Síðast en ekki síst finnst mér nauðsynlegt að þrífa húðina í lok hvers dags. Til þess að minnka vesenið sem fylgir því er hentug lausn að vera með góða hreinsiklúta í snyrtitöskunni
Fatnaður
Regnkápa og lopapeysa innundir er fullkomin blanda. Við eigum svo mörg flott íslensk fyrirtæki sem bjóða upp á hágæða lopapeysur og regnkápur/-jakka. Um að gera að næla sér í eitt stykki af hvoru fyrir helgina ef við viljum forðast að vera blaut og köld.
Val á skófatnaði ætti ekki að flækjast fyrir neinum: Gúmmí á fæturnar! Stígvél eru hámóðins um þessar mundir svo það er tilvalið að næla sér í smart stígvél. Ég mæli sérstaklega með Hunters. Gúmmítúttur fást einnig í svo mörgum gerðum að það er lítill vandi að finna vandaðar en smart túttur. Innundir stígvélin eða tútturnar er mikilvægt að klæðast góðum sokkum. Sokkarnir frá Geysi á Skólavörðustíg finnst mér einfaldlega bestir, þeir fást einnig í svo mörgum skemmtilegum litum.
Að lokum eru fylgihlutirnir ekki síður mikilvægir til að halda á okkur hita: húfa, vettlingar og trefill!
Fylgihlutirnir
Staðalbúnaður fyrir alla djammara, útilegufara, þjóðhátíðargesti o.fl. Regnhlíf, bakpoki og auðvita brúsar fyrir gleðivökvann!
Góða skemmtun um verslunarmannahelgina. Endum þetta á smá innblæstri héðan og þaðan fyrir helgina…
Eydís Halldórsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt. Fædd og uppalin í Eyjum, hefur verið búsett í Reykjavík síðustu ár en býr nú í Barcelona þar sem hún stundar mastersnám og nýtur lífsins. Tíska og hönnun er hennar helsta áhugamál. Eydís er tvíburi samkvæmt speki stjarnanna, fædd í maí 1990. Mail: eydishalldors@gmail.com