Eygló Margrét Lárusdóttir er hönnuðurinn á bakvið fatamerkið EYGLO. Aðdáendur EYGLO geta nú glaðst því að fyrstu týpurnar úr SS12 línunni eru væntanlegar í Kiosk í byrjun mars en þetta er línan sem Eygló sýndi á Reykjavík Runway í fyrrasumar…
…Sumarlínan einkennist af aðsniðnum kjólum en í línunni má einnig finna fallega áprentaða sundboli. Þetta er í fyrsta skipti sem Eygló framleiðir sundföt en hún talar um að henni hafi alltaf fundist vanta meira úrval af skemmtilegum sundfatnaði hérna heima. Það er einhver sport-stemmning yfir þessari sumarlínu og Eygló grínast með það sjálf þegar ég spyr hana út í línuna:
…en þess má geta að ég stunda enga líkamsrækt svo innblásturinn kom ekki úr þeim geira! Innblásturinn fyrir sumarlínuna kom úr risaeðlubók sem sonur minn kom með heim af bókasafninu. Þaðan kemur risaeðluprintið og plíseringarnar.
Eygló er ekki aðeins að selja hönnun sína hér á landi heldur fást flíkur hennar einnig í versluninni EVA sem er staðsett í New York og segir Eygló að það hafi gengið mjög vel.
En hvað er á döfinni hjá ‘EYGLO’?
…þemað fyrir næsta vetur verður ‘crop circle’s’. Ég keypti ljótasta efnið sem ég fann í efnabunkanum og svo dýrasta og fallegasta silkið. Ég er mjög spennt fyrir að blanda þessu tvennu saman.
Svo er gaman að segja frá því að Eygló verður með sýningu á Kex Hostel ásamt vinum sínum í Kiosk á RFF helginni. Mæli með að ‘tékka’ á því!
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.