MTK voru að senda frá sér nokkrar flottar flíkur fyrir veturinn en eins og áður er öll áhersla lögð á að hafa fatnaðinn vandaðan og klæðilegan svo að sú sem klæðist honum fái notið sín í botn.
“Línan í vetur einkennist af fatnaði sem ég mundi kalla Sporty, Classy og Comfy,” segir Theódóra Elísabet hönnuður. “Þessi lína virðist í fyrstu ekki leggja mikla áherslu á MuffinTopKiller fræðin sem byggja á að móta línurnar svo við verðum fallegri í vextinum og virðumst mörgum kílóum grennri á örfáum sekúndum en þegar betur er að gáð, kemur í ljós að galdrar MuffinTopKiller eru þarna enn. Þeir eru aðeins komnir í nýtt gerfi sem kemur ekki upp um þá eins auðveldlega og áður,” segir hún.
Kíkjum á fötin…
Corset – Lífstykki
Corset eða Lífstykki er snilld fyrir allar konur sem vilja minna mitti á mettíma!
MTK Lífstykkið er úr MuffinTopKiller® teygju með innbyggðum spöngum á fimm stöðum umhverfis magasvæðið. MTK Lífstykkið er lokað allan hringinn sem kemur í veg fyrir að það sé að hneppast frá yfir daginn ásamt því að þú ert laus við að krækja saman yfir 20 festingum í hvert sinn sem þú klæðist lífstykkinu.
Í byrjun getur verið nokkuð stíft að smeygja sér í lífstykkið þar sem teygjan í efninu er mjög öflug og því tekur það 1-2 skipti fyrir teygjuna að aðlagast þér. Þar sem MTK lífstykkið er lokað allan hringinn er ekkert mál að vera í því allan daginn undir fötunum án þess að lenda í vandræðum með festingar sem opnast við dagleg störf eða á dansgólfinu í góðra vina hópi. Þú einfaldlega “smeygir” þér í græjuna um morguninn og getur verið í henni langt fram á kvöld! …Já eða bara sefur i Lífstykkinu eins og vinkona okkar Kim Kardashian gerir til að móta línurnar!
MiniMe – Meðgöngubuxur
MiniMe meðgöngubuxur eru sérhannaðar fyrir verðandi mæður sem ganga með börn sín. MiniMe buxurnar henta vel allt frá byrjun meðgöngunnar fram á síðasta dag. Teygjan gefur vel eftir, eftir því sem bumban stækkar, án þess að missa teygjueiginleika sína svo hún missi lögun og rennur niður.
Teygjan liggur vel að líkamanum og gefur góðan stuðning undir bumbuna og aftur yfir mjóbakið sem getur gefið góða raun við togverkjum og vægum bakverkjum á meðgöngu. Best er að byrja að nota MiniMe Meðgöngubuxurnar í kringum þriðja mánuð meðgöngu. Það þýðir þó ekki að konur sem komnar eru lengra geti ekki byrjað að nota MiniMe buxurnar síðar á meðgöngu, en til að njóta sem best þægindanna sem buxurnar bjóða uppá mælum við með að byrja ekki síðar að ganga í buxunum en í kringum sjötta mánuð meðgöngu.
Þó ber að hafa í huga að hver meðganga er einstök og því er mikilvægt að hver og ein kona meti út frá eigin líðan og tilfinningu hvenær á meðgöngunni sé best að byrja að ganga í MiniMe Meðgöngubuxunum. Boðið er upp á að sérpanta allar buxur inn á MuffinTopKiller.com með MiniMe Meðgönguteygju.
Sporty Pants
Sporty Pants with undercover Body Shaper eru í raun tvennar buxur.
a) Ytri buxurnar eru örlítið víðar með sportlegu ívafi. Á buxunum eru góðir vasar, stungnar hnésbætur sem gera mikið fyrir buxurnar ásamt ytri mittisteygjunni sem gerir buxurnar sportlegar. Neðst á buxnaskálmunum er breitt stroff úr sama efni og er í buxunum sem setur punktinn yfir i-ið.
b) Innri buxurnar (Body Shaper) eru úr nylon spandex efni. Þær liggja þétt að líkamanum, móta línurnar og sjá til þess að ytri buxurnar hladist kyrrar og séu ekki að renna upp eða niður svo þú þarft ekki að laga buxurnar til allan daginn – Þær haldast kyrrar! Saumarnir á innri buxunum (Body Shaper) eru að utanverðu sem gerir þær alveg einstaklega þægilega !
Comfy
Comfy eru eins og nafnið gefur til kynna mjög þægilegar buxur! Þær eru aðsniðnar að ofan en beinar niður frá kálfa og yfir ökla. Neðst á buxnaskálmunum er breitt stroff úr sama efni og er í buxunum sem setur punktinn yfir i-ið. Comfy buxurnar koma í tveimur efnum. Comfy Pattern er mjúk polyesterblanda sem ofið er í virkilega flott mynstur í svörtu, gráu og hvítu. Comfy Black Heavy Cotton er úr mjúku bómullarefni sem burstað er að innan og gefur þar af leiðandi einstaka mýkt í buxurnar.
High Waisted
High Waisted with undercover Body Shaper eru í raun tvennar buxur eins og sporty pants.
a) Ytri buxurnar eru með broti að framan svo þær eru örlítið víðar að ofan en efnið gerir það að verkum að buxurnar liggja þétt við líkamann. Buxurnar eru þröngar yfir kálfa en örlítið víðar yfir ökla. Mittið er mjög hátt bæði að framan og aftan þar sem efnið nær upp yfir MTK® teygjuna. Mittið virðist því grennra og fæturnir töluvert lengri.
b) Innri buxurnar (Body Shaper) eru úr nylon spandex efni. Þær liggja þétt að líkamanum, móta línurnar og sjá til þess að ytri buxurnar hladist kyrrar og séu ekki að renna upp eða niður svo þú þarft ekki að laga buxurnar til allan daginn – Þær haldast kyrrar! Saumarnir á innri buxunum (Body Shaper) eru að utanverðu sem gerir þær alveg einstaklega þægilega !
Við High Waisted buxurnar er mjög flott að girða þröngan svartan bol ofaní buxurnar til að ýkja línurnar enn frekar. Virkilega flottar og klæðilegar buxur sem við mælum með að þú prufir !
Long Wool Cardigan
Long Wool Cardigan er síð peysa úr ull sem opin er að framan. Bandið í peysunni er tvöfallt sem gerir það að verkum að peysan er mjög þykk og hentar því vel sem utanyfir flík fyrir veturinn. Kraginn á peysunni er tvöfaldur allan hringinn sem gerir hana enn hlýrri.
Einnig er í boði húfa og eyrnaskjól í stíl við peysuna. Peysurnar koma í tveimur litum, Grey og Dark Grey.
Smelltu til að skoða fleiri myndir af MTK línunni haust og vetur 2014
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.