Í tilefni þess að í júlí mun The Amazing Spiderman verða frumsýnd hefur fyrirtækið O.P.I sett á markað sérstaka Spiderman naglalakk-seríu.
Það eru nokkrir litir í seríunni en hægt er að kaupa fjögurra lita sett þar sem settið inniheldur kóngulóa- bláan, bleikan, silfraðan og gylltan lit.
Í myndinni um Undraverða Kóngulóarmanninn, eða The Amazing Spiderman, finnur Peter Parker vísbendingu sem hjálpar honum að komast að því hvers vegna foreldrar hans hurfu þegar hann var ungur piltur. Því meira sem hann kemst að því fleiri árekstrum lendir hann í við Dr. Curt Connors sem aðdáendur Spiderman þekkja sem fyrrverandi félaga föður Peters.
Með aðalhlutverk fara Emma Stone – Gwen Stacy, Andrew Garfield – Peter Parker/Spiderman og Rhys Ifans – Dr. Curt Connors en hefur Tobey Maquire lagt kóngulóaskóna á hilluna og sjáum við Andrew Garfield leika í sinni fyrstu kóngulóamynd.
Hér má sjá ofurhetjunaglalakkið flotta en það fæst á helstu útsölustöðum OPI – fyrir þær sem vilja punta sig fyrir myndina. HÉRNA má svo gera smá könnun, ertu vond eða góð? Kónguló eða eðla?
Inn í nóttina – Miðnæturblár litur þegar þig langar að læðast.
Erkióvinur númer eitt – Sýndu kraftinn
Nýbúin að finna eðluna – Láttu sjá þig í gylltu
Vefurinn þinn eða minn? – Fullkominn bleikur litur fyrir þéttar stundir
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.