Galaxy printið hefur verið að koma hægt og rólega síðustu mánuði og er nú orðið mjög vinsælt.
Mér finnst skemmtilegt hvað það getur verið rosalega misjafnt, í öllum litum og gerðum. Þá verður þetta ekki jafn einhæft og sum trend eiga það til að verða.
Ég splæsti í sundbol með galaxy mynstri um daginn (Gallerí 17) og ég elska hann! Ég nota hann við maxipils eða gallastuttbuxur. Mig langar næst í flotta peysu eða kjól með mynstrinu. Ég hef ekki séð mikið af þessu á Íslandi ennþá en það hlýtur að fara gerast þar sem þetta sést allstaðar erlendis.
Black Milk er með ágætt úrval af galaxy mynstruðum fötum en mynstrin þeirra eru öll af ekta geimmyndum frá NASA! Það er mjög töff.
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.