Ég er ekkert sérstaklega mikill vörufíkill þegar kemur að tískunni. Ekki miðað við marga snillinga sem ég þekki því ég er almennt æstari í tæknidót og tæki… en þegar kemur að sólgleraugunum frá ic! Berlin þá er ég fíkill.
Ég get eiginlega fullyrt að ég geng með þessi sólgleraugu alla daga, stundum allann daginn, hvert sem ég fer.
Það er nefinlega hægt að hafa þau á sér innandyra sem utan af því glerið er svo mátulega ljóst/dökkt að maður sér mjög vel í gegnum það – og svo eru þau fiiiislétt.
Vissi ekki af þeim á andlitinu
Þetta byrjaði þannig að ég gleymdi bara að taka þau af mér. Vissi ekki að ég væri enn með þau á andlitinu og svo vandist ég bara að hafa þau á mér næstum öllum stundum.
Þetta eru fyrstu gleraugun sem ég eignast sem gera ekki far efst á nefið á mér og ég finn satt að segja ekkert fyrir þeim.
Fyrir 74 árum fór ég í lasermeðferð til að láta fjarlægja háræðaslit í andlitinu. Við hjúkrunarfræðingurinn fórum að rabba okkar á milli um hvað væri hægt að gera til að halda húðinni hrukkulausri og fallegri og hún ráðlagði mér einlægt að nota sólgleraugu óspart:
“Við grettum okkur nefninlega ósjálfrátt í birtu, setjum í brýrnar og fáum þessa hrukku á milli augnanna. Svo er húðin kringum augun svo viðkvæm og hrukkast fyrr. Það er best að vera bara alltaf með sólgleraugu, það gera þessar frönsku,” sagði daman íbyggin og hin pjattaða ég hlustaði af ákafa.
ic! Berlin er eins og nafnið gefur til kynna þýskt merki, mjög svalt og tæknilega hönnunin er algerlega frábær. Það eru til dæmis engar skrúfur í þessum gleraugum sem gerir það að verkum að þau aflagast síður og ef einhver skyldi óvart kremja þau þá bara smellirðu þeim saman aftur.
Ekkert ódýrt drasl sko…
Rétt er að benda á að ic! Berlin er ekki ódýrt merki þó verðið geti rokkað auðvitað en IVA gleraugun sem ég væri til í að eignast næst kosta í kringum 50.000 kr. Þetta er alveg ‘rollsinn’.
Það er verslunin Gleraugna Pétur á Garðatorgi sem hefur umboðið fyrir ic! Berlin á Íslandi.
Ef þig vantar gleraugu og þú vilt gleðja sjálfa þig rækilega (eða aðra manneskju sem þér þykir vænt um) þá mæli ég með því að kíkja á þetta merki. Og það skiptir engu þó það sé ekki lengur sumar á Íslandi, vetrarsólin hérna getur orðið ákaflega sterk og það er einfaldlega bara betra að eiga góð sólgleraugu og vera sem mest með þau. Ég er að meinaða.
Næsta skref hjá mér er að skoða sjóngleraugu frá ic! Berlin en það hlýtur að vera algjörlega frábært að eiga svona fislétt og falleg sjóngleraugu. Þetta er hlutur sem maður notar meira eða minna allann daginn og þá er eins gott að hafa hann í lagi.
[usr 5.5]
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.