Það er ótrúlegt hvað sokkar geta gert fyrir ‘outfittið’, bæði fyrir karla og konur. Til dæmis er fátt krúttlegra en að sjá einhvern frekar ‘plain’ mann eða strák úti á götu en svo sér maður glitta í litríka og/eða munstrótta sokka og þá er hann allt í einu ekki svo ‘plain’ lengur…
…Og eins með stelpur, það er merkilegt hvað flottir sokkar eða sokkabuxur geta lyft ómerkilegu dressi upp! Þetta er einmitt markmið sænska merkisins Happy Socks — Að poppa upp daginn með flottum og einstökum sokkum. Happy Socks var stofnað árið 2008 og síðan þá hefur þetta skemmtilega merki orðið meira og meira áberandi en sokkarnir eru bæði sterkir og vandaðir en líka súper smart fyrir bæði stráka og stelpur!
Hversu flott væri að smella sér til dæmis í litríkar All Colors sokkabuxur frá Oroblu og Happy Socks par yfir…þá þarftu ekki mikið meira en bara svartan lauslátan kjól og þú ert ‘ready’. Happy happy!
Hér fyrir neðan eru nokkrar týpur af Happy Socks sem ég er alveg að fíla.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.