Þegar ég var tíu ára átti ég ljósfjólubláar buxur með snákamynstri og notaði óspart rauðu skóna mína sem voru EINNIG með snákamynstri við – og fannst ég voða kúl.
Enn í dag er ég að jafna mig á þessari múderingu og er ekki viss um að ég höndli snákamynstur aftur. Undanfarið hef ég svo verið að sjá meira og meira af þessu og við það hellist yfir mig vanlíðan. Kannski þarf þetta bara að venjast, ég veit það ekki.
Hvað finnst þér?
[poll id=”28″]
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.