Tískan fer svo sannarlega í hringi og nú er enn einu sinni tími smekkbuxnanna kominn aftur.
Síðast fengu smekkbuxurnar að blómstra á 10. áratug síðustu aldar (in the 90’s). Rachel í Friends, Díana prinsessa og fleiri heimsfrægar skvísur sáust klæðast þessu trendi á þeim tíma.
Í sumar hafa bæði Hollywood stjörnur og tískubloggarar um heim allan sýnt sig í smekkbuxum og nú hanga smekkbuxur á herðatrjám í helstu tískuverslunum og bíða þess að verða keyptar.
Smekkbuxurnar er sú flík sem rokkar milli þess að þykja agalega hallærisleg og virkilega smart. Milli þess sem þær þykja hinar glæsilegustu er hlegið að þeim fyrir að hafa verið tískuslys síns tíma. Hvað með það…
Ef þú villt hafa gaman af því að horfa til baka eftir nokkur ár og hugsa “Ji, ég klæddist í samfesting í denn og þótti svo lekker” þá er tími til þess að fjárfesta í einum slíkum núna.
Eydís Halldórsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt. Fædd og uppalin í Eyjum, hefur verið búsett í Reykjavík síðustu ár en býr nú í Barcelona þar sem hún stundar mastersnám og nýtur lífsins. Tíska og hönnun er hennar helsta áhugamál. Eydís er tvíburi samkvæmt speki stjarnanna, fædd í maí 1990. Mail: eydishalldors@gmail.com