Litríkar sokkabuxur voru áberandi á tískusýningu sem haldin var á konukvöldi Smáralindarinnar á dögunum.
Þar mátti m.a. sjá það sem koma skal í vor og sumar í tískunni frá Oroblu. Margir skemmtilegir straumar, kynþokki, prakkaraskapur og litadýrð. Áhrif frá bæði stríðsárum, gamla rokkinu og hippatímanum. Allt í boði.