Sigurveig Eysteins býr í Hafnarfirði og er með nokkrar útskriftir úr lista og hönnunar skólum. Hún starfar við skartgripagerð undir nafninu Sivva design en hefur líka áhuga ljósmyndun, ferðalögum og útiveru.
Sigurveig hannar hjörtu úr silki, bómull, perlum, gömlum blúndum sem ég fæ á flóamörkuðum. Hún segist eingöngu nota góð efni og náttúruleg; silki, ull, bómull, hör, silfur, ekta perlur, skeljar, steina og handgerðar glerperlur.
Áttu uppáhalds mun sem þú hefur hannað?
Ég á mjög erfitt með að gera upp á milli. Ætli textil armböndin séu ekki í uppáhaldi þessa stundina. Hvað varðar föt þá á ég mikið af töskum, skóm og skinnkrögum. Núna eru í uppáhaldi hjá mér skór og veski eftir Stuart Weitzman og einnig gamall keipur (skinnkragi) sem er minkur og ég fékk á Portobello Road í London. Annars reyni ég að kaupa föt og fylgihluti sem eru klassískir sem ég get átt í mörg ár.
Eitthvað sem selst meira af en annað hjá þér?
Nei, það er svo misjafnt. Fer að vísu eftir því hvaða árstíð er. Ég reyni að vera með sumarlega skartgripi bómull og silki og aftur vetrarlega skartgripi t.d úr ull.
Er hægt að koma til þín með hugmynd að grip og þú býrð hann til?
“Nei, ég geri ekki annarra hönnun en þú getur komið með hugmyndir að lit á efni og perlum en innan þeirra marka sem ég hanna úr. Ég hef tekið að mér að gera hlut úr efni og perlum sem aðrir hafa valið og það kom ekki vel út. Það var of mikið gerviefni svo ég geri það ekki aftur. Val á efni verður að koma frá mér annars finnst mér það ekki mín hönnun,” segir Sigurveig að lokum en í galleríinu hér fyrir neðan má sjá hennar fínu gripi og ef þú hefur áhuga á að sjá meira getur þú haft samband við hana í gegnum Facebook.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.