Það var ekki mikið um fatahönnun á hönnunarmarsi þetta árið þar sem RFF (Reykjavík Fashion Festival) er um næstu helgi. En þó var gert myndband til kynna íslenska fatahönnun og tókst það svona skrambi vel.
Hér eru frábærir hönnuðir á ferð, Eygló, Royal Extreme, ELM, Kron Kron, Spaksmannspjarir, Hildur Yeoman, Arna Sigrún, Hanna felting ofl.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=yMhrwJ25fFw[/youtube]
Mér þykir myndbandið flott og tónlistin sem Gísli Galdur sá um en ég persónulega hefði viljað sjá litríkari föt líka og meiri fjölbreytni.
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.