Það líður að því að við íslendingar þurfum að fara að taka fram haust- og vetrarflíkurnar og koma þeim fyrir í fataskápnum.
Ef þú ert í þeim hugleiðingunum að kaupa þér eitthvað nýtt og fallegt fyrir haustið þá eru það þessi sex atriði sem þú ættir að hafa í huga í verslunarleiðangrinum…
1. Köflótt
Köflótt er líklega það munstur sem verður einna mest áberandi í haust- og vetrartískunni þetta árið. Mæli eindregið með að næla sér í eina köflótta flík.
2. Navy blátt
Blái liturinn verður áberandi í haust, þá sérstaklega dökkblái.
3. Loð
Hlýtt og smart. Þarf að segja meira?
4. Svartir ökklaskór
Það er nauðsynlegt að eiga klassíska skó sem passa við hvaða dress sem er.
5. Þægileg peysa
Mikilvægt er að geta hent yfir sig þægilegri og hlýrri peysu á köldum dögum.
6. Litir og munstur
Þótt veturinn gangi í garð er algjör óþarfi að segja skilið við lituðu og munstruðu flíkurnar. Við erum svo viljug að ganga bara í svörtum og sauðalituðum flíkum þegar hausta tekur. Lífgum uppá skammdegið með litríkum fatnaði!
Þó sumarið sé aldrei nógu langt þá getum við glaðst yfir því að hausttískan er yfirleitt ein sú skemmtilegasta. Það er alltaf gaman að mæta í skóla og vinnu eftir sumarfrí í glænýjum fötum og brakandi skóm!
Eydís Halldórsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt. Fædd og uppalin í Eyjum, hefur verið búsett í Reykjavík síðustu ár en býr nú í Barcelona þar sem hún stundar mastersnám og nýtur lífsins. Tíska og hönnun er hennar helsta áhugamál. Eydís er tvíburi samkvæmt speki stjarnanna, fædd í maí 1990. Mail: eydishalldors@gmail.com