Auðveldasta leiðin til að vera svöl og segja hvað þér finnst er að skella sér í góðan T bol.
Bolurinn rammar þig inn og enginn þarf að efast um hvað þér finnst eða hvað þú ert búin að vera að gera. „Raising Hell in the 90’s“ – mynd af effel turninum eða sætri og sjúklega krúttlegri kisu. Bolurinn ert ‘þú’.
Farðu svo í flottan blazer jakka, góða hæla, þröngar pleður, eða leðurbuxur, settu klút eða slæðu um hálsinn og málið er dautt. Þú rokkar.
T- bolir, hér er fullt af þeim. Hver er þinn uppáhalds?
_________________________________________________________

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.