Fátt finnst mér skemmtilegra en að skoða tískuna og allt sem henni tengist…
Í gegnum árin hafa fjölmörg tískumerki skotist á topp tíu listann hjá mér varðandi hver er með flottasta trendið, litavalið og einnig hver getur hannað þannig að við getum raunverulega gengið í fötunum.
Þekktustu fatahönnuðirnir geta auðvitað hannað bæði “ready to wear” fatnað og eins hátísku fyrir sýningar sínar sem eru stjörnum prýddar.
Ef maður kíkir á tískuna frá því 1960-1970 þá má sjá ansi margt sem er komið aftur á pallana. Polkadots (doppur), röndótt, síða þægilega kjóla og aðsniðin föt.
Tískan hleypur alltaf í hringi eins og sagt er… og það er alltaf svo gaman að skoða fallega vandaða hönnun!! Hérna koma nokkrar dásemdar myndir af glamúr og glitterí fyrri tíma.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.